Litla-Vatnshorns er fyrst getið í jarðarsölubréfi Guðna Oddssonar frá 19. júní 1427. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er jörðin metin á 16 hundruð, en 10,7 í jarðamatinu nýja frá 1861.
Árið 1703 bjó þar Vigfús Ívarsson með konu sinni Þorgerði Bjarnadóttur og fimm börnum þeirra hjóna. Síðan hefur verið búið á Litla-Vatnshorni allt þar til jörðin fór í eyði haustið 1984.
Búseta
Túnakort frá árinu 1919
[Google_Maps_WD id=2 map=2]
Upplýsingar úr Jarðabók Árna og Páls árið 1703
Jarðardýrleiki xvi €.
Jarðareigandi Jóhanna Jónsdóttir, eiginkvinna Sr. Daða Steindórssonar að Gufudal.
Ábúandinn Vigfús Ívarsson.
Landskuld xv aurar. Betalast með xii álnum vaðmáls og hinu í kaupstaðar vöru, eftir því sem ábúandi getur; leysist með landaurum dauðum, það sem hann getur ekki. Peníngar takast eftir íslenskum taxta. Betalast in loco.
Húsum vióheldur leiguliði, og á von á betalíng fyrir.
Leigukúgildi v. Leigur betalast með smjöri. Betalast heim eða skikkast í ýmsa staði.
Kvaðir öngvar.
Túnið er mestalt meinþýft og grýtt og ekki grasmikið; veldur því í bland áburðarleysi. Engjar harðlendar, grýttar og snöggvar mestapart. Hagar góðir og nokkuð þrönglendir. Útigángur í betra lagi þegar niðri nær, en bregst stundum eftir áttaskiftum.
Kvikfjenaður er þar iii kýr, i kvíga, xv ær, xi lömb, ii hross, i folald. Þar kann að fóðrast ii kýr, xxx ær, x lömb, i hestur, og er þá nokkuð ætlað uppá útígáng fyrir fje.
Heimilismenn vii.
Silúngsveiði hefur þar verið að nokkru gagni; nú er hún frá. Þar hjá er stöðuvatn fult með silúng; af því hefur ábúandi ekkert gagn, vegna aðburða- [aburda, hddr] og kunnáttuleysis. Túnið spillist af læk, sem ber á grjót, leir og sand. Engjar spillast með sama móti; áin hefur og fyrrum stórkostlega brotið af engjunum. Stöðuvatnið fordjarfar og so nokkurn part engjanna, nær það vex, og fleytir grjóti á ísum uppá þær. Hagar spillast af jarðföllum og grjóti úr fjallinu. Selstaða er þar engin. Til eldiviðar er hvörki móskurður, hrís nje lýng. Vatnsból er bæði slæmt og erfitt og þrýtur stundum.